Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Lady Gaga með þeim best klæddu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lady Gaga, Sandra Oh og Lupita Nyong’o hafa ratað á lista yfir best klæddu stjörnurnar á Golden Globe hátíðinni sem fór fram í nótt.

Golden Globe hátíðin fór fram í nótt. Eins og við var að búast mættu stjörnurnar í sínu fínasta pússi. Fréttamiðlar vestanhafs keppast nú við að birta lista yfir best og verst klæddu stjörnurnar á hátíðinni.

Söng- og leikkonan Lady Gaga er gjarnan nefnd sem sú best klædda á slíkum listum. Hún klæddist fölbláum kjól úr smiðju Valentino og var með ljósblátt hárið uppsett. Þess má geta að lag hennar, Shallow, úr kvikmyndinni A Star is Born, var valið besta lagið á hátíðinni.

Leikkonan Sandra Oh þótti einnig afar smart en hún klæddist hvítum kjól frá Atelier Versace.

Leikkonan Lupita Nyong’o þykir alltaf flott og olli ekki vonbrigðum í nótt. Hún klæddist bláum perlukjól frá Calvin Klein By Appointment.

Janelle Monae og Julia Roberts hafa einnig ratað á lista yfir þær best klæddu. Monae klæddist Chanel og Roberts klæddist hönnun Stellu McCartney.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by FREDERIC ASPIRAS (@fredericaspiras) on

- Auglýsing -

- Auglýsing -

View this post on Instagram

WE ARE NOT WORTHY #goldenglobes

A post shared by NYLON (@nylonmag) on

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -