Skiltakarlarnir frægu, Leifur A. Benediktsson og Ólafur Sigurðsson eru orðnir einskonar sammviska þjóðarinnar. Þeir heimsóttu Gísla Martein Baldursson sjónvarpsmann í höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins á dögunum til að hvetja hann til að dekra ekki við auðvaldið og bjóða alþýðufólki í þátt sinn inn. Gísli Marteinn tók þeim vel og bauð þeim í Græna herbergið fræga til að ræða erindið. Tilefnið mun vera að Bjarni Benediktsson. Engeyingur og fjármálaráherra, mætti í þáttinn. Viðræður Skiltakarlanna og Gísla Marteins voru yfirvegaðar, enda er sjónvarpsmaðurinn annálað ljúfmenni. Það kemur svo í ljós á næstunni hvort alþýðufólk fær að mæta í þáttinn til að veita auðvaldinu mótvægi …