Símanotkun ökumanna er stórt vandamál en getur verið að Samgöngustofa Nýja-Sjálands hafi fundið lausn á vandanum?
Flestir hafa freistast til að skoða og tala í símann sinn undir stýri. Í gegnum tíðina hafa þá ýmsar herferðir gegn símanotkun undir stýri verið settar á laggirnar þar sem fólk er hvatt til að láta símann í friði á meðan verið er að keyra. En erfitt virðist vera að útrýma vandamálinu algjörlega.
Samgöngustofa Nýja-Sjálands hefur nú lagt sitt af mörkum og gefur skothelt ráð í nýrri auglýsingu. Í auglýsingunni eru ferþegar einfaldlega hvattir til að taka mjúklega og vandræðalega í höndina á ökumönnum sem teygja sig eftir símanum. Svo einfalt er það.
Auglýsinguna, sem hefur vakið mikla athygli, má sjá hér að neðan.