Mánudagur 25. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Tjáði sig loksins um ásakanirnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandaríski leikarinn og uppistandarinn Aziz Ansari hefur loksins tjáð sig opinberlega um ásakanir um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í janúar árið 2018. Þá sakaði 23 ára kona Aziz um að hafa verið afar ágengan við sig á stefnumóti og þrýst á hana að stunda kynlíf.

Konan sem um ræðir sagði Aziz hafa hundsað merki um að hún hafi ekki haft áhuga á að stunda kynlíf með honum.

Fjölmiðlafulltrúi Aziz birti yfirlýsingu skömmu eftir að konan steig fram og greindi frá samskiptum þeirra. Í tilkynningunni kom fram að Aziz hafi talið að konan hefði haft áhuga á að stunda kynlíf með honum.

Aziz hefur ekkert tjáð sig um málið, fyrr en núna. Aziz sagði frá því á mánudaginn að ásakanirnar hafi verið verið „niðurlægjandi“ en að þessi lífsreynsla hafi gert hann að betri manneskju.

Aziz tjáði sig um málið þegar hann kom fram á uppistandi í New York. Hann kvaðst ekki hafa rætt málið hingað til vegna þess að hann hefði þurft tíma til að melta það sem hefði átt sér stað. „Þetta er hrikalegt að ræða. Það komu tímar sem mér leið illa og var niðurlægður, og aðallega leið mér hrikalega yfir því að þessi manneskja hefði upplifað þetta svona,“ sagði hann.

„Þetta fékk mig til að hugsa mikið og ég vona að þetta geri mig að betri manni.“

Hann sagði þá að atvikið hefði gert honum kleyft að sjá líf sitt í nýju ljósi og áttað sig á hversu heppinn hann er að geta unnið sem leikari og uppistandari. „Sá tími kom að ég hélt að ég gæti ekki unnið [sem leikari] aftur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -