Bolli Kristinsson kaupmaður sem framleiddi myndband með falsfréttum um borgarstjóra er nú iðrandi log hefur beðist afsökunar í framhaldi þess. „Flest er rétt með haft en ein alvarleg rangfærsla hefur komið fram, að Dagur B. Eggertsson hafi keypt þrjú bílastæði af borginni án útboðs, þetta er rangt og þar sem mitt nafn er í kredit-lista í lok myndbandsins bið ég borgarstjóra og aðra aðila málsins afsökunar,“ skrifar Bolli á Facebook-síðu hópsins Opnum Laugaveg og Skólavörðustíg.
Aftur á móti hefur ekkert heyrst frá Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, sem tók að sér það verkefni að vera þulur í myndbandinu og flytja þannig óhróðurinn. Ekki liggur fyrir hvort Vigdís fékk greitt fyrir störf sín í þágu Bolla eða vann sem sjálfboðaliði. Áður hafði Bolli birt heilsíðuauglýsingu í Mogganum þar sem hann sagði Dag halda uppi ógnarstjórn í Reykjavík. Bolli hefur því ært margan óstöðugan með áróðri sínum. Einsýnt þykir að borgarfulltrúinn hafi stigið yfir öll mörk með framgöngu sinni en óljóst er með afleiðingarnar …