- Auglýsing -
Guðmundur Felix Grétarsson birti rétt í þessu myndir af ágræddum handleggjum sínum í fyrsta sinn eftir að umbúðir og saumar voru fjarlægðir. Mannlíf varar við því að meðfylgjandi myndir eru ekki fyrir viðkvæma.
Guðmundur Felix er sá fyrsti í heiminum til að fá grædda á sig handleggi annars manns og var það gert nákvæmlega 23 árum eftir að hann missti báða hendleggi sína í slysi. Guðmundur Felix birtir myndirnar í dag og með þeim fylgi eftirfarandi text:
„Svona lítur þetta út eftir að saumarnir voru teknir í dag.“
12. janúar síðastliðinn gekkst Guðmundur Felix undir handleggjaágræðslu á Edouard-Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon í Frakklandi þar sem hann hefur verið búsettur síðastliðin ár. Um var að ræða fyrstu aðgerð sinnar tegundar á heimsvísu. Hann finnur meiri draugaverki en áður og er farinn að geta hreyft upphandleggina dálítið.