Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Verða Boeing 737 Max flugvélarnar kyrrsettar um allan heim?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svo gæti farið að flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum kyrrsetji allar Boeing 737 Max þotur sem eru í þjónustu eftir flugslysið í Eþíópíu í gær. Nú þegar hafa yfirvöld í Kína og Eþíópía kyrrsett allar slíkar þotur.

157 manns af 35 þjóðernum létu lífið þegar Boeing 737 Max flugvél Ethiopian Airlines féll til jarðar skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa í gær. Þetta er annað mannskæða flugslysið á innan við 8 mánuðum þar flugvél af þessari tegund hrapar til jarðar. 189 manns létust þegar flugvél frá Lion Air í Indónesíu hrapaði í Jövuhaf skömmu eftir flugtak.

Ekki er enn vitað hvað olli flugslysinu í Eþíópíu en flugmaður vélarinnar óskaði eftir því að fá að snúa við vegna bilunar. Skömmu síðar hrapaði flugvélin. Aðstæður er slysstað eru sagðar mjög svipaðar og í Indónesíu, þar sem félin virðist hafa skollið til jarðar á miklum hraða með nefið á undan.

Slysið vekur upp spurningar um öryggi í umræddum Boeing vélum, en ekki eru nema tvö ár síðan þær voru teknar í notkun. Mikil eftirspurn hefur verið eftir 737 Max vélum og hafa 350 slíkar þegar verið teknar í notkun en alls hafa verið pantaðar yfir 5.100 vélar.

Yfirvöld í Kína tilkynntu í morgun að allar Boeing 737 Max vélar í eigu kínverskra flugfélaga hafa verið kyrrsettar þangað til frekari upplýsingar liggja fyrir um tildrög slyssins. Það sama hafa stjórnvöld í Eþíópíu gert.

Önnur flugfélög sem hafa yfir að ráða 737 Max vélum hafa ekki séð ástæðu til þess að gera slíkt hið sama. Þeirra á meðal er Icelandair sem hefur þrjár Max 737 í flota sínum. Hefur framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair sagt að fylgst verði vel með þróun mála en gott eftirliti sé með vélunum og að svo stöddu sé ekki ástæða til kyrrsetningar. Fleiri Max 737 vélar eru væntanlegar til landsins því alls pantaði Icelandair 16 slíkar vélar frá Boeing.

Fjallað er um málið á vef Bloomberg þar sem segir að líkur séu á því að Boeing 737 Max vélar verði kyrrsettar um allan heim þar til fundið verður út hvað gerðist. Slíkt er afar sjaldgæft en vísað er í kyrrsetningu á DC 10 farþegaflugvélum eftir að flugvél American Airlines hrapaði árið 1979. Það sama var gert við Boeing 787 tegundina hjá Boeing eftir að alvarlegir gallar fundust í rafkerfi vélarinnar.

- Auglýsing -

Þá segir jafnframt að sú skýring að flugmenn indónesísku vélarinnar hafi ekki verið meðvitaðir um uppfærslur á 737 Max vélum frá eldri tegundum Boeing véla, sem líklega hafi átt þátt í slysinu, geti ekki átt við um slysið í Eþíópíu. Allir þeir sem fjúga 737 Max þotum hljóti að hafa verið meðvitaðir um það nú auk þess sem bandarísk flugmálayfirvöld hafi getið út ítarlegar leiðbeiningar til flugmanna í kjölfarið. Það hafi til að mynda ekki farið framhjá jafn reynslumiklum manni og flugstjóra eþíópísku flugvélarinnar sem átti yfir 8 þúsund flugstundir að baki.

Þá er bent á að hugbúnaðaruppfærsla sem Boeing hafi ætlað að gefa út til að sníða af vankanta eftir slysið í Indónesíu hafi enn ekki verið gefin út. Allt þetta veki áhyggjur um að það sé óþekktur galli í vélunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -