Danska lögreglan leitar að Freyju Egilsdóttur Mogensen, 43 ára af íslenskum ættum. Ekkert hefur spurt til hennar frá því á fimmtudagskvöld í síðustu viku en þá hvarf hún eftir vinnu.
DV greindi frá og vísar til umfjöllunar danskra fjölmiðla um leitina að Freyju. Hún starfar á dvalarheimili aldraðra í Odder, á austanverðu Jótlandi. Talið er að Freyja hafi mögulega farið með lest á föstudagsmorgninum og vinnuveitenda hennar barst SMS-skeyti á laugardeginum úr síma Freyju þar sem hún boðaði veikindi frá vinnu. Síðan þá hefur enginn heyrt frá henni og ekkert til hennar spurst.
Í tilynningu dönsku lögreglunnar kemur fram að Freyja er 165 sm á hæð, grönn með skollitað hár í axlarsídd og með gleraugu. Lögreglan biður alla þá sem geta veitt einhverjar upplýsignar um ferðir hennar síðan á fimmtudagskvöld að hafa samband tafarlaust.