Bandaríska tískufyrirtækið Camar er búið að setja í sölu glænýja týpu af gallabuxum sem eru hugsanlega ekki fyrir alla.
Buxurnar eru afar efnislitlar og hanga bókstaflega saman á saumunum. Þær myndu því líklegast ekki vera mikið notaðar á norðlægum slóðum eins og Íslandi, en þessi efnispjatla sem kölluð er gallabuxur er seld á 168 dollara, eða rétt rúmlega sautján þúsund krónur.
Grín hefur verið gert að buxunum á samfélagsmiðlum eins og sést hér fyrir neðan:
At least they have pockets!
— Sean M. Goodman (@AmarandAgasi) May 1, 2018
If only those pockets included jeans.
— Tom ? Brady (@notTomNOTBrady) May 1, 2018
En sem betur fer er Camar duglegt á Instagram og stingur uppá aðstæðum þar sem vel er hægt að nota buxurnar.
Til dæmis í tívolíi:
Nú, eða á ströndinni:
Jafnvel í góðri gönguferð:
Möguleikarnir eru endalausir!