Hárgreiðslumaðurinn Kahh Spence er gestur Denise Bidot í nýjasta þætti af YouTube-seríunni The Beauty Lounge á vegum tímaritsins Cosmopolitan.
Í þættinum kennir Kahh áhorfendum að gera fullkomið, hátt tagl. Þá fer hann einnig yfir það hvernig á að fela teygjuna með hárlokk. Það sem kemur einna mest á óvart er hve ótrúlega einfalt það er.
The Beauty Lounge með Denise Bidot er vinsæll þáttur á YouTube-rás Cosmopolitan og er nýr þáttur ávallt frumsýndur á miðvikudögum. Hér fyrir neðan má sjá þáttinn þar sem farið er vel og vandlega yfir taglgerð: