Kensington-höll er búin að setja fyrstu, opinberu myndirnar af Lúðvík prins á Instagram, en Lúðvík er þriðja barn þeirra Kate Middleton, hertogaynju af Cambridge, og Vilhjálms Bretaprins.
Sjá einnig: Sláandi lík Díönu prinsessu í rauðum kjól.
Lúðvík kom í heiminn þann 23. apríl síðastliðinn og er því aðeins tveggja vikna gamall. Með myndunum fylgir kveðja til Breta og þakkir fyrir falleg skilaboð eftir fæðingu prinsins.
Á annarri myndinni er Lúðvík í tandurhreinum og fallegum ungbarnaflíkum, líklegast handprjónuðum.
Á hinni myndinni sést systir hans Charlotte halda á honum, en myndin var tekin á afmælisdegi prinsessunnar þann 2. maí síðastliðinn.
Sjá einnig: Dagurinn á fæðingardeildinni kostar tæpa milljón.