Það getur oft verið erfitt að drattast í ræktina, sérstaklega þegar veðrið er orðið örlítið betra.
Myndbandið hér fyrir neðan er frá Popsugar Fitness en í því má sjá 45 mínútna styrktar- og brennsluæfingu sem hægt er að gera heima í stofu.
Í myndbandinu eru notuð lóð, en það er ekkert mál að sleppa þeim eða fylla tvær lítersflöskur af vatni til að fá smá mótstöðu. Í myndbandinu eru sýndar ýmsar æfingar, en oftast er sýnd erfiðari og léttari útgáfa þannig að allir geti spreytt sig á æfingunum, sama hvernig formi þeir eru í.
Góða og sveitta skemmtun!