My dad wrote a porno
Hvað myndirðu gera ef elskulegur pabbi þinn ákveddi í einhverju ölæði að gefa út erótíska bók eftir sjálfan sig, þrátt fyrir þá staðreynd að vera ekki skrifandi og hafa ekki hundsvit á líkamsstarfsemi kvenna? James Morton tæklar þá spurningu í þessu hlaðvarpi sem er á köflum svo pínlegt að stundum langar mann til að slökkva á því, en getur það ekki því það er svo sjúúúklega fyndið.
Alice isn‘t dead
Ef þú ert á höttunum eftir spennandi og svolítið öðru vísihlaðvarpi þá gæti Alice isn‘t dead verið málið. Hér er á ferð leikið efni þar sem hlustendur slást í för með kvenkyns vörubílstjóra sem keyrir þvert yfir Bandaríkin í leit að horfinni eiginkonu og mætir á leiðinni ófreskju sem er ákveðið í að stöðva hana.
Stuff you should know
Vissirðu að ef tiltekin tegund af kolkrabba (pillow octopussy) verður fyrir aðsúg annarra sjávardýra, til dæmis ránfiska, þá grípur hann til þess ráðs að slíta af sér einn angann og notar hann sem vopn. Við höfðum ekki hugmynd um það þar til við fórum að hlusta á Stuff you should know, hlaðvarp sem er stútfullt af áhugaverðum og skemmtilegum fróðleik. Nýr þáttur kemur út tvisvar í hverri viku.
The Flop house
Það er ekki beinínis skortur á hlaðvörpum þar sem nördar gera grín að lélegum bíómyndum, en það sem The Flop House hefur kannski umfram flest þeirra er hvað stjórnendurnir eru hryllilega fyndnir. Allir hafa þeir séð ógrynni vondra mynda og í hverjum þætti taka þeir eina mynd fyrir og kryfja hana til mergjar.