Sú ákvörðun Róberts Marshall að bjóð sig fram fyrir Vinstri-græna í Suðurkjördæmi hleypir fjöri í framboðsmálin þar. Þegar Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður gaf út að hann myndi hætta sá Kolbeinn Óttarsson Proppé alþingismaður sér leik á borði og taka forystustætið þar. En nú er komið babb í bátinn eftir að Róbert tilkynnti í Mannlífsviðtali að hann gæfi kost á sér til forystu. Víst er að það verður þungur róður fyrir Kolbein, sem hefur litlar tengingar í kjördæmið. Róbert er Vestmannaeyingur með sterkt bakland þar og nokkra hylli á Suðurlandi. Það eru miklar líkur á að hann leggi Kolbein og slái hann þar með út af þingi. Enn ein stærðin í þessu er svo Heiða Guðný Ásgeirsdóttur, fjallabóndi á Ljótárstöðum sem einnig vill fyrsta sætið. Það má búast við fjöri …