Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

„Í huganum sé ég sjálfan mig á tindinum og legg þess vegna óhræddur af stað““

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Já ég hef engar efasemdir um það, þetta sem er að hrjá mig núna er hraða álag. Ferðin upp K2 er allt annars eðlis og hefur lítið með hraða að gera og þannig ekkert til að hafa áhyggjur af,“ sagði John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur í samtali við Mannlíf þegar hann var spurður út í hvort hann hefði áhyggjur af ferð sinni upp á hið mannskæða fjall K 2. Þá hafði hann kennt sér meins í æfingum á Esjunni.

Ekkert hefur heyrst frá Johns Snorra í rúma tvo sólarhringa. Staðsetningartæki hans hefur ekki sent frá sér boð síðan fyrir tveimur dögum þegar hann var staddur í ríflega 8.000 metra hæð. Leit stendur enn yfir að John Snorra og félögum hans tveimur, þeim Juan Pablo Mohr og Ali Sadpara. Félagarnir fjórir lögðu upp í lokaáfangann á tindinn á fimmtudagskvöld. Fjórði maðurinn í leiðangri þeirra snéri við þar sem súrefnistæki hans virkaði ekki en áður hafði 22 manna gönguhópur líka snúið við af ótta við aðstæður á fjallinu. Úr þeim hópi lést einn göngumaður.

Gríðarlega erfiðar aðstæður eru á fjallinu, sem er eitt það mannskæðasta í heimi. Allt að 75 stiga frost er á toppnum og vindkæling. Vonast er til að félagarnir þrír komist af í þessum hrikalegu aðstæðum. Þeir eru allir þaulreyndir fjallgöngumenn og í góð formi. John Snorri er einn allra fremsti fjallgöngumaður Íslendinga og hefur sigrað flesta af hæstu tindum heims.

Græni hringurinn sýnir flöskuhálsinn þar sem John Snorri og félagar sáust síðast. Þeir áttu þá eftir um fjögur hundruð metra leið upp á toppinn.

John Snorri fjallamaður stefndi á það að klífa K2 tindinn í Pakistan, fyrstur manna í heiminum að vetrarlagi og lagði af stað í janúar. K2 er næst hæsta fjall í heimi og er á landamærum Kína og Pakistan og sennilega erfiðasta fjall í heimi að klífa. John Snorri hafði áður komist upp fjallið að sumarlagi.

Sjá einnig: Hundruð biðja fyrir lífi og endurkomu John Snorra: „Guð blessi ykkur, vinir mínir“

Einfaldur sveitastrákur úr Ölfusinu

- Auglýsing -

John Snorri er 47 ára gamall en hann fæddist 20. júní 1973. Hann ólst upp á bænum Ingólfshvoli í Öflusi og gekk í grunnskóla í Hveragerði. Í viðtali við DV sumarið 2017 lýsti hann sjálfum sér sem einföldum sveitastrák. „Og það eru nú ekki há fjöll þar þannig að það má eiginlega segja að ég sé flatlendingur. Ég var góður í íþróttum, sérstaklega í hlaupi, handbolta og fótbolta. Ég var til dæmis eitt sinn valinn knattspyrnumaður ársins í Hveragerði. Í handboltanum skoraði ég oft helminginn af mörkunum. Ég var mjög nettur og snöggur og sterkur. Ég hætti svo alveg í íþróttunum 17 ára,“ sagði John Snorri.

Fjölmargir sitja á bæn

K2 er næst hæsta fjall í heimi og sennilega erfiðasta fjall í heimi að klífa. Það var fyrst klifið árið 1954 en aðeins hafa um 460 manns lagt á brattann, þar á meðal John Snorri sumarið 2017. Ekki hefur þó öllum tekst að komast á hæsta hjalla fjallsins og um fjórðungur þeirra sem lagt hafa til atlögu hafa farist í þeim ferðum. Fyrir hverja fjóra sem komast á toppinn þá lætur einn lífið.

- Auglýsing -

Fjölmargir víða um heim sitja nú á bæn og með krosslagða fingur í þeirri von að John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur og göngufélagar bjargist ofan af hinu mannskæða fjalli. Þar hefur ekkert heyrst til hópsins í rúma tvo sólarhringa og björgunarþyrlur hafa þurft frá að hverfa.

„John Snorri er einn sterkasti, jákvæðasti og hugrakkasti maður sem ég hef hitt á ævinni. Kæri vinur, komdu örugglega til baka fljótlega. Bænir mínir eru hjá þér, ég trúi á þig…,“

Líkt og Mannlíf greindi frá í gær er John Snorra og tveggja félaga hans saknað á fjallinu við gífurlega erfiðar aðstæður. Þegar hafa borist mörg hundruð kveðjur inn á Facebook-síðu Johns Snorra þar sem gífurlegum dugnaði hans er lýst og mannkostum. Allir leggjast þar á eitt og biðja fyrir öruggri endurkomu íslenska fjallagarpsins og félaga hans. Þeirra á meðal eru margir Íslendingar.

Sjá einnig: Leitin að John Snorra bar ekki árangur – Aðstæður á fjallinu fara versnandi

Fjallgöngumaðurinn John Snorri hefur reglulega ratað í fjölmiðla vegna ítrekaðra tilrauna til að klífa hæstu fjöll heims. Hann var til að mynda fyrstur Íslendinga til að klífa tindinn K2 að sumarlagi. Þegar hann greindi frá fyrirtætlun sinni að klífa fjallið að vetrarlagi voru um það skiptar skoðanir hérlendis.

Johns Snorri og félagar hans sem saknað er á K 2.

Í veðravítinu í hlíðum K2 að vetrarlagi höfðu John Snorri og félagar hans beðið færis í grunnbúðum. Beðið eftir góðum veðurglugga sem loks opnaðist 4. og 5. febrúar.

„Tilfinningarnar eru allsráðandi og ég er spenntur fyrir atlögunni að toppnum. Við höfum verið hérna í langan tíma. Hjörtu okkar eru full af þakklæti vegna stuðningsins sem við finnum frá fólki um heim allan. Vonandi verður þetta glugginn okkar til að komast á topp K2 að vetrarlagi,“ skrifaði John Snorri áður en hann hélt af stað úr grunnbúðum.

Ráðist var í lokakaflann á tindinn að kvöldi fimmtudagsins 4. febrúar. Síðan þá hefur því miður ekkert heyrst frá John Snorra og félögum. Íslenski fjallagarpurinn er þekktur sem ofurmenni og því lifir voninn enn um að þeir finnist. Sú von minnkar með tímanum enda aðstæður í fjallinu gríðarlega erfiðar og kuldinn slíkur að fæstir Íslendingar geta líklega ímyndað sér.

Sjá einnig: Svona er veðrið núna hjá John Snorra á K2 – Myndir af vettvangi leitar sem engu hefur skilað

Víðtæk leit hersins hefur staðið yfir í allan dag en því miður hefur leit til þessa engan árangur borið. Í Pakistan tók að dimma klukkan tvö að íslenskum tíma sem dró mjög úr leitarmöguleikunum. Pakistanski herinn hefur stýrt umfangsmikilli leit á svæðinu í gær og í dag. Þyrlur hafa verið nýttar við leitina ásamt gervihnattamyndum.

Gífurlegur kuldi er í fjallinu sem gerir leitina afar erfiða. Hann mælst nú allt að -75 gráður og hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir erfiðar veðuraðstæður á K 2 klukkan ríflega tíu í morgun.

Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við þar sem súrefniskútur hans bilaði, segist vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. Sagði Sadpara að björgunaraðgerðir ættu að snúast um að finna líkamsleifar en líkurnar á því að einhver gæti komist lífs af eftir þriggja daga dvöl í 8 þúsund metra hæða væru litlar sem engar. Frá þessu var greint á Vísi sem aftur vísaði í pakistanski miðilinn The Nation

Að sjá íslenska fánann blakta fyrstur allra

„Undirbúningur þess að klífa hæstu fjöll er að mestu leyti sá að hafa hugarfarið rétt, enda þó verkefnið núna verði mikil þrekraun og ferðalagið hættulegt. Sjálfur hef ég hins vegar góða þjálfun og í huganum sé ég sjálfan mig á tindinum. Þess vegna legg ég óhræddur af stað,“ sagði John Snorri Sigurjónsson í haust.

„Markmiðið mitt og draumur er að sjá íslenska fánann blakta fyrstur allra þjóðfána á toppi K2 að vetrarlagi.“

John Snorri æfði sig meðal annars með því að fara fjölda ferða upp á Esjuna sem hluta af fjáröflun ferðarinnar. Leiðangurinn og atlagan að K 2 að vetrarlagi er ekki ódýrt verkefni og gerði kostnaðaráætlun ráð fyrir 22 til 24 milljónum.

Sjá einnig: Ekkert hefur heyrst frá John Snorra í sólarhring-Leitað á K 2

Kleif K2 árið 2017 á methraða

John Snorri vann það þrekvirki í júlí 2017 að klífa næsthæsta fjall heims, K2 sem er 8.611 metrar á hæð. Áður hafði hann klifið fjallið Lhotse í maí, en hann lauk ferðinni svo á því að klífa tindinn Broad Peak. Alls kleif hann því þrjá af hæstu tindum heims, sem allir eru yfir 8.000 metrar á hæð.

Enginn annar í heiminum nema John Snorri og sjerpinn Tsering hafði farið á topp K2 og toppinn á Broad Peak á sjö dög­um. Enginn hafði heldur áður farið frá grunnbúðum upp á Broad Peak og aftur niður á tveimur dögum.

„Þetta er alltaf mikil áhætta og þetta fjall er ekki með góða tölfræði. Maður reynir að fara varlega.“

Fyrr í leiðingrinum nú að vetrarlagi hafði John Snorri lent í vanda á K 2. Senditæki hans sýndi þá að hann væri í um 6000 metra hæð en ljóst var að hann væri í vanda sem er daglegt brauð á fjallinum. John Snorri þurfti að berjast fyrir því að komast niður en það tókst sem betur fer í það skiptið. Nú vonast öll íslenska þjóðin að honum takist það líka í þetta sinn. Langþráður draumur hans var að klífa K3 að vetrarlagi og verða fyrstur til þess.

Á síðasta ári varð hann að hverfa frá en reyndi aftur í ár. Sú för hófst fyrir tæpum tveimur mánuðum þegar hann lagði á fjallið ásamt félögum sínum. Annar hópur náði á tindinn 16. janúar síðastliðinn. Þá hafa þrír reyndir fjallgöngumenn farist í fjallinu að undanförnu.

Þótt nepalskir ofurhugar hafi orðið fyrri til ætlaði John Snorri sér á toppinn. Engu skipti þótt tilraun hans í fyrra hefði ekki gengið sem skildi. Fjallið er talið eitt það hættulegasta í heimi. Mesti háskinn stafar af snjóflóðum og hruni sem er sumpart ófyrirsjáanlegt.

John Snorri hefur verið duglegur að segja frá ferð sinni á Facebook en ekki hafa borist nýjar fréttir síðan snemma í gærmorgun. Verkefnið er líklega það stærsta sem íslenskur fjallgöngumaður hefur tekist á við.

„Og það eru nú ekki há fjöll þar þannig að það má eiginlega segja að ég sé flatlendingur,“ sagði John Snorri um uppvöxt sinn í Ölfusi.

„Þetta er alltaf mikil áhætta og þetta fjall er ekki með góða tölfræði. Maður reynir að fara varlega. Við erum þrír saman. Það er einn sem klifrar á undan á meðan er annar sem fylgist með fjallinu. Það sem við erum að lenda mikið í núna er þetta grjóthrun í fjallinu,” sagði John Snorri í viðtali við síðdegisútvarp Rásar 2.

Daginn áður hafði lík bandaríska fjallgöngumannsins Alex Goldfrab fundist í hlíðum fjallsins. John Snorri hafði tekið þátt í leit að honum. Á föstudaginn lést svo búlgarskur fjallgöngumaður á K 2 eftir að hafa hrapað á leiðinni niður í grunnbúðir.

Nokkrar staðreyndir

  • John Snorri var fyrstur íslendinga til að klifra K2 árið 2017
  • Hann hefur klifið 4 af 14, 8000 metra fjöllunum
  • K2 er í Pakistan og er annað hæsta fjall í heimi
  • K2 er oft kallað „ the mountain of mountains“ vegna þess hve erfitt það er
  • Það var fyrst nú í vetur sem tókst að toppa K2 að vetri til, en það hefur verið reynt fjögur tímabil
  • K2 er síðasta 8000 metra fjallið sem á eftir að toppa á vetratímabili
  • Á veturna fer frostið niður í -73 °C og vindurinn í 36 metra á sekúndu
  • Vetrarleiðangur tekur þrjá mánuði
  • Lega fjallsins er á mjög afskekktu svæði í Pakistan og getur tekið allt upp í sex til tíu daga að komast að rótum fjallsins frá síðasta fjallaþorpinu
  • Pakistanski herinn er eini sem má fljúga þyrlu að fjallinu, því geta björgunaraðgerðir verið erfiðar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -