Ekkert hefur enn sést eða heyrst til John Snorra Sigurjónssonar fjallakappa og tveggja félaga hans sem týndir eru á hinum mannskæða fjalli K 2 í Pakistan. Víðtæk leit hersins hefur staðið yfir í allan dag en því miður hefur leit til þessa engan árangur borið. Þegar þetta er skrifað er farið að dimma sem draga mun úr leitarmöguleikunum.
Gífurlegur kuldi er í fjallinu sem gerir leitina afar erfiða. Hann mælst nú allt að -75 gráður og hér að neðan má sjá myndband sem sýnir erfiðar veðuraðstæður á K 2 klukkan ríflega tíu í morgun.
Pakistanski herinn hefur stýrt umfangsmikilli leit á svæðinu í gær og í dag. Þyrlur hafa verið nýttar við leitina ásamt gervihnattamyndum.
Ekkert hefur nú heyrst frá Johns Snorra í rúma tvo sólarhringa. Staðsetningartæki hans hefur ekki sent frá sér boð síðan fyrir tveimur dögum þegar hann var staddur í ríflega 8.000 metra hæð. Leit stendur enn yfir að John Snorra og félögum hans tveimur, þeim Juan Pablo Mohr og Ali Sadpara.
Gríðarlega erfiðar aðstæður eru á fjallinu, sem er eitt það mannskæðasta í heimi. Allt að 75 stiga frost er á toppnum og vindkæling. Vonast er til að félagarnir þrír komist af í þessum hrikalegu aðstæðum. Þeir eru allir þaulreyndir fjallgöngumenn og í góð formi. John Snorri er einn allra fremsti fjallgöngumaður Íslendinga og hefur sigrað flesta af hæstu tindum heims.
Fjölmargir víða um heim sitja nú á bæn og með krosslagða fingur í þeirri von að John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur og göngufélagar bjargist ofan af hinu mannskæða fjalli.
ریسکیو ٹیم C4 پہنچ گئی, لاپتہ کوہ پیماوں کی تلاش جاری۔ٹریکر آخری دفعہ اس مقام پر پہنچ کر بند ہوگیا تھا.ہوا کی رفتار شدت اختیار کر رہی ہے۔دعا کی اپیل ہے@ali_sadpara @sayedzbukhari @IDGB_Official #K2winter2021 pic.twitter.com/QdLofrOWQr
— Muzammil Hasan Adv (@Muzammilwakeel) February 7, 2021