Leikarinn Ryan Reynolds hefur verið iðinn við kolann síðustu vikur að kynna nýjustu mynd sína Deadpool 2 út um allan heim.
Ryan ákvað að bregða á leik í Suður-Kóreu með afar óhefðbundið kynningarbragð, svo vægt sé til orða tekið.
Ryan tók þátt í raunveruleikaþættinum King of the Masked Singer í Suður-Kóreu sem gengur út á það að flytjendur bera grímu til að fela sitt rétta sjálf og syngja til að komast áfram.
Ryan tók lagið Tomorrow úr söngleiknum Annie, en komst ekki áfram í næstu umferð. Hins vegar ætlaði allt um koll að keyra þegar hann tók af sér grímuna eins og má sjá hér fyrir neðan:
어머니.. 데드풀이 왜 거기서 나와??? #복면가왕 역대급 복면가수 #라이언레이놀즈! 마치 아침마당에 리처드기어 출연 했을 때 기분 ㅎㄷㄷ pic.twitter.com/txZGbirNDf
— withMBC (@withMBC) May 13, 2018