Guðmundur Felix Grétarsson upplifði sannkallaða veislu í kvöld þegar honum var boðð upp á íslenska kjötsúpu og skúffuköku sem móðir hans, Guðlaug Ingvadótir, færði honum. Guðmundi finnst hann eiga bestu mömmu í heimi.
Guðmundur greindi frá himnasendingunni í færslu á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu. Þar sagði hann:
„Þegar þú átt bestu mömmu í heimi, þá verður sjúkrahúslegan auðveldari. Eftir að hafa borðið sama bragðlausa pappírsmatinn í fjórar vikur var það meira en kærkomið að fá heimatilbúna hefðbundna íslenska kjötsúpu og skúffuköku að hætti mömmu með ískaldri mjólk,“ segir Guðmundur.
Af heilsufari Guðmundar eru þær fregnir að útlit fyrir að líkami Guðmundar Felix Grétarssonar sé byrjaður að hafna höndunumm sem voru ágræddar á hann. Hann biður Íslendinga um að óttast hvergi því slík höfnun sé algeng og nú er hann í lyfjameðferð vegna hennar.
„Ég er mjög glaður með árangurinn. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Guðmundur Felix í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu.
Sjá einnig: Bakslag hjá Guðmundi Felix – Líkaminn byrjaður að hafna höndunum
Guðmundur Felix upplýsir fylgjendur sína á Facebook reglulega um stöðu mála eftir aðgerðina. Fyrir klukkustund birti hann myndband þar sem hann greinir frá því að fyrir tveimur dögum tóku læknar eftir merkjum um höfnun líkamans á nýjum handleggjunum. Guðmundur biður fólk ekki að óttast.
„Það er sérstök lyfjameðferð til að meðhöndla þetta. Fyrir tveimur dögum byrjuðum við að sjá merki um höfnun líkamans á handleggjunum. Rauðir blettir byrjuðu að myndast á handleggjunum og í öllum tilvikum er þetta eitthvað sem algengt er að gerist fyrstu níutíu dagana. Líkaminn er að hafna handleggjunum en þetta var vitað að gæti gerst,“ segir Guðmundur.