Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Backstreet Boys hafa engu gleymt í glænýju og óvæntu myndbandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vinirnir í Backstreet Boys komu aðdáendum sínum hressilega á óvart í morgun þegar þeir frumsýndu myndband við glænýtt lag sem heitir Don’t Go Breaking My Heart.

Eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan hafa meðlimir drengjasveitarinnar engu gleymt þegar kemur að danstöktum, en myndbandinu var leikstýrt af Rich + Tone sem hafa unnið lengi með sveitinni.

„Um leið og ég heyrði þetta lag vissi ég að það væri sérstakt,“ segir Kevin Richardson, einn liðsmanna í yfirlýsingu sem sveitin sendi frá sér í tengslum við frumsýningu á myndbandinu.

Til að kynna lagið treður sveitin upp víðs vegar í Bandaríkjunum í sumar áður en fimmmenningarnir snúa aftur til Las Vegas og halda áfram með sýninguna Backstreet Boys: Larger Than Life. Sveitin, sem fagnar 25 ára starfsafmæli í ár, gaf síðast út plötu árið 2013, World Like This. Það hefur hins vegar ekkert heyrst af því nýverið að sveitin ætli að gefa út plötu á næstunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -