Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Undurfagurt ljósablað Húsa og híbýla komið út

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýjasta Hús og híbýli er komið út en ljós og lýsing er í aðalhlutverki í þessu blaði. Við fáum lýsingarhönnuði til að gefa góð ráð, skoðum fjölmörg falleg ljós og lampa og svo heimsækjum við auðvitað falleg íslensk heimili svo nokkur dæmi séu nefnd.

Einstök íbúð í Mávahlíðinni prýðir forsíðuna en að þessu sinni en það eru hjónin María Kristín Kristjánsdóttir og Hallgrímur Ingi Þorláksson sem búa þar. Þrátt fyrir að íbúðin sé ekki stór í sniðum hafa þau komið sér fyrir með einstökum hætti og sniðugar lausnir
er að finna á hverju strái. Stíllinn er grófur og hlýlegur og andrúmsloftið einstaklega notalegt.

Í Mávahlíðinni. Mynd / Hallur Karlsson

Við skoðum líka fallega íbúð í Litla-Skerjafirði. Þar býr lítil fjölskylda, þau Eva Sigrún, Samúel Þór og sonur þeirra Hugi. Heimili þeirra er líflegt og litríkt og er Eva dugleg að þræða alla helstu nytjamarkaði bæjarins enda prýða heimilið húsgögn og hlutir úr ýmsum áttum.

Heima hjá Örnu og Ívari. Mynd / Hákon Davíð

Í fallegri og vel skipulagðri íbúð í Þingholtunum búa þau Arna Engilbertsdóttir og Ívar
Ketilsson en þau aðhyllast mínimalískan lífsstíl og leggja áherslu á að eiga fáa en vandaða
hluti. Einfaldleiki ræður ríkjum á heimili þeirra. „Okkur langar bæði að einfalda lífið, það flækir bara tilveruna að vera í mikilli kauphyggju,“ útskýrir Arna.

Við kíkjum svo til Ragnheiðar Bogadóttur sem býr í Norðurmýrinni ásamt fjölskyldu sinni. Skemmtilegir litir einkenna íbúðina en Ragnheiður hefur alltaf verið óhrædd við að leika sér með áhugaverðar litasamsetningar. Eldhúsið er einstaklega smekklegt og er miðpunktur í íbúðinni en Ragnheiður hannaði það sjálf.

Snotur ibúð í Norðlingaholtinu. Mynd / Hallur Karlsson

Við heimsóttum einnig snotura íbúð í Norðlingaholtinu í Reykjavík. Fjölskyldan sem þar býr flutti inn í íbúðina árið 2007 og segjast hvergi annars staðar vilja vera en í Norðlingaholti sem er svolítið eins og sveit í borg og oft eins og að búa úti á landi. „Hér þekkja allir
alla.“

- Auglýsing -
Þórður Orri lýsingarhönnuður er einn af þeim sem við tókum tali. Mynd / Hallur Karlsson

Blaðið er einnig tileinkað lýsingu og lýsingarhönnun en við fengum fagaðila á því sviði til þess að fara yfir það helsta sem hafa þarf í huga þegar velja á lýsingu inn á heimili, fyrirtæki og víðar. Þar leikur umhverfið meðal annars stórt hlutverk þar sem notagildi og fagurfræði helst í hendur.

Kolbrún Sigurðardóttir, Ragnheiður Ingunn og Bjarni Viðar skipa afmælisnefnd Leirlistafélags Íslands og við spjöllum við þau. Mynd / Hallur Karlsson

Fjörutíu ár eru liðin frá því að Leirlistafélags Íslands var stofnað og munu félagsmenn halda upp á þessi tímamót með pomp og prakt allt þetta ár, meðal annars með fjölbreyttri og spennandi afmælisdagskrá. Við ræðum við afmælisnefd félagsins um dagskránna sem er fram undan.

Mynd / Hákon Davíð

Caroline Chéron er innanhússstílisti sem settist að hér á landi fyrir u.þ.b. tveimur árum og opnaði Studio Bonjour við Óðinsgötu. Nýlega flutti hún vinnustofuna út á Álftanes og innréttaði hana á skemmtilegan og litríkan hátt. Hús og híbýli kíktu í heimsókn og tóku Caroline tali.

- Auglýsing -
Við heimsækjum Önnu Jóa á vinnustofuna hennar. Mynd / Hákon Davíð

Það er svo Listakonan Anna Jóa sem gerði verkið sem prýðir póstkort Húsa og híbýla að þessu sinni. Verkið heitir Bylgjulengd og er olíumálverk sem hún málaði á meðan hún virti fyrir sér mynstur í fatnaði. Innblásturinn kemur til hennar úr öllum áttum að sögn Önnu, meira að segja samanvöðlaður sokkur á gólfinu getur kveikt hugmynd að verki.

Þetta og svo miklu meira í nýjasta Hús og híbýli sem er komið út.

Hús og híbýli er fagtímarit um heimili, hönnun, arkitektúr og listir. Lögð er sérstök áhersla á gæði bæði hvað varða efnistök og myndir. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Íslenskt fagtímarit um heimili og hönnun

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu 13 tölublöð á 1.538 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 2.430 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -