Það stefnir í harðan slag í Norðvesturkjördæmi á milli Sjálfstæðismannanna Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra og varaformanns flokksins, og Haraldar Benediktssonar, alþingismanns, bændahöfðingja og leiðtoga í kjördæminu. Þórdís, stundum kölluð ráðherrann með langa nafnið, vill komast í þær álnir að leiða flokkinn í kjördæminu. Haraldur þykir afar traustur og strangheiðarlegur en vinnur sín störf í kyrrþey. Þórdís er aftuir á móti mikið út á við og nýtur vinsælda innan flokks sem utan. Hún er með líka með tiltölulega hreinan skjöld ef litið er framhjá frægu og kostuðu smitdjammi hennar sem áhrifavaldurinn Eva Laufey Kjaran stíóð fyrir. Þriðja kanónan í norðvestri er Teitur Björn Einarsson varaþingmaður og aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Teitur er klókur og mun örugglega bíða af sér átökin en ekki óska eftir toppsætinu. Niðurstaðan gæti orðið að sá sem tapar toppslagnum uni ekki úrslitunum og Teitur hreppi annað sætið átakalaust. Líklegt er að Þórdís muni hreppa 1. sætið …