Óli Halldórsson, varaþingmaður VG, vann stórsigur í rafrænu kjöri VG í Norðusturkjördæmi, þegar hann lagði sitjandi þingmann, Bjarkey Olsen, alþingismann og þingflokksformann VG. Bæðu kepptu þau um sæti þess mosagróna stjórnmálaskörungs, Steingríms J. Sigfússonar, sem nú tekur á sig pólitískar náðir eftir langan feril í þjónustu almennings. Bjarkey er að vonum súr með örlög sín og segir við Moggann að hún ætli hugsa sinn gang áður en hún tekur ákvörðun um að taka slaginn í skugga Óla. „Nú mun ég heyra í mínu baklandi og taka mér þann tíma sem ég þarf …,“ segir hún. Bjarkey þykir hafa staðið sig vel í þessu kjördæmi þar sem Samherji hefur markað spor sín og ræður ýmsu ….