Fullyrt er að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra ætli að flæma, Sigurð Guðjónsson, núverandi forstjóra Hafrannsóknastofnunar, úr starfi og setja í hans stað Þorstein Sigurðsson, fyrrverandi starfsmann Hafró í starfið. Ráðherra auglýsti starf forstjórans laust í september og sótti Sigurður um endurráðningu. Hermt er að hann hafi fallið í ónáð hjá ráðherranum þar sem hann hafi ekki fallist á það að fjárveitingar til Hafró lækki, svo sem hugus Kristjáns standi til. Þorsteinn er einn umsækjanda nú. Hann sótti einnig um forstjórastarfið árið 2016 þegar stofnunin sameinaðist en hann var þá starfsmaður Hafró. Sigurður var þá ráðinn.
Starf Þorsteins var lagt niður 21 nóv 2019 í kjölfar hagræðingarkröfu frá sjávarútvegsráðherra í rekstri. Hann hætti strax og hóf störf í sjávarútvegsráðuneytinu, án auglýsingar, í febrúar 2020. Þrátt fyrir að lög kveði á um að auglýsa ber starf eftir sex mánuði þá starfar Þorsteinn þar enn. Hermt er að innan Hafró séu áhyggjur og reiði vegna yfirvofandi breytinga. Talið er víst að margir hausar muni fjúka, verði hann ráðinn. Sumir telja slæmt að setja „ráðuneytishund“ inn í stofnuna sem fyrst og fremst þurfi að halda sjálfstæði sínu gagnvart stjórnmálamönnum og þeim sem þeir kunni að stjórnast af …
ReplyForward |