Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er nú talinn af. Ferðamálaráðherra Pakistan gaf það formlega út í dag að Íslendingurinn og tveir göngufélagar hans, heimamaðurinn Ali Sadpara og Sílemaðurinn Juan Pablo Mohr, væru látnir og leitað yrði nú áfram að líkum þremenninganna.
Leit pakistanska hersins að John Snorra og félögum hefði staðið yfir í tæpar tvær vikur við afar erfiðar aðstæður á hinu mannskæða fjalli K 2. Félagarnir þrír lögðu upp í lokaáfangann á tindinn á fimmtudagskvöld 4. febrúar og er jafnvel talið að þeir hafi náð á tindinn en lent í ógöngum á niðurleið. Frá því snemma daginn eftir hefur ekkert spurst til þeirra og leit engan árangur borið.
Sjá einnig: „Í huganum sé ég sjálfan mig á tindinum og legg þess vegna óhræddur af stað“
„Faðir minn og tveir aðrir fjallgöngumenn eru ekki lengur meðal vor.“