Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Lína Móey kveður eiginmann sinn: „John Snorri verður í hjarta okkar að eilífu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona John Snorra Sigurjónssonar fjallgöngugarps, segir að eiginmaður sinn, sem nú hefur verið tilkynntur látinn, verði í hjarta sínu að eilífu. Hún og börnin þeirra hjóna sendu frá sér yfirlýsingu á Facebook fyrir skömmu

„Íslensk hjörtu okkar slá með hjörtum Pakistana og Sílebúa. Við sendum þakkir til allra þeirra sem hafa tileinkað sig leitinni og gefið sér tíma til að senda okkur hughreistandi kveðjur og hugsanir á þessum erfiðu tímum. Ali, Joyn og Juan Pablo verða í hjörtum okkar að eilífu,“ segir í tilkynningu frá fjölskyldu John Snorra sem birt var á síðu Línu Móeyar.

Johns Snorri og félagar hans sem létust á K 2. Blessuð sé minning þeirra.

Líkt og Mannlíf greindi frá er fjallgöngugarpurinn John Snorri nú talinn af. Ferðamálaráðherra Pakistan gaf það formlega út í dag að Íslendingurinn og tveir göngufélagar hans, heimamaðurinn Ali Sadpara og Sílemaðurinn Juan Pablo Mohr, væru látnir og leitað yrði nú áfram að líkum þremenninganna.

Sjá einnig: John Snorri látinn

Leit pakistanska hersins að John Snorra og félögum hefði staðið yfir í tæpar tvær vikur við afar erfiðar aðstæður á hinu mannskæða fjalli K 2. Félagarnir þrír lögðu upp í lokaáfangann á tindinn á fimmtudagskvöld 4. febrúar og er jafnvel talið að þeir hafi náð á tindinn en lent í ógöngum á niðurleið. Frá því snemma daginn eftir hefur ekkert spurst til þeirra og leit engan árangur borið.

Sjá einnig: „Í huganum sé ég sjálfan mig á tindinum og legg þess vegna óhræddur af stað“

Pakistönsk yfirvöld hafa nú formlega gefið það út að þremenningarnir séu látnir því enginn geti lifað af þetta lengi við svona erfiðar aðstæður. John Snorri Lína Móey eiga samanlagt 6 börn. Það yngsta fæddist rétt eftir að John kleif K 2 að sumarlagi fyrir þremur árum.
Lína og börnin eru sannfærð um að John Snorri hafi komist á toppinn á K 2 í ferðinni. „Vandræðin hafi orðið á niðurleiðinni. Allir þrír voru þeir sterkir fjallamenn með mikið hugrekki til að komast á toppinn. Miðað við tímasetningar erum við sannfærð um að allir þrír komust þeir á topp K 2. Við viljum líka þakka yfirvöldum í Pakistan, Síle og Íslandi fyrir þeirra framlag í leitinni að ástvinum okkar,“ segir Lína Móey.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -