Mánudagur 25. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Baráttukonan Amal Rún látin: „Við erum ein stór fjölskylda“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bar­áttu­kon­an Amal Rún Qase er lát­in, aðeins 57 ára að aldri. Hún féll frá laug­ar­dag­inn 23. janú­ar og hef­ur út­för­in farið fram í kyrrþey að ósk hinn­ar látnu. Amal Rún lætur eftir sig einn son.

Mbl.is greindi frá andláti hennar. Amal Rún fæddist í hinu stríðshrjáða landi Sómalíu árið 1963. Hún var mik­il bar­áttu­kona og setti svip sinn á mann­lífið í Reykja­vík. Hún barðist hetjulega fyr­ir rétt­ind­um inn­flytj­enda og ein­stæðra mæðra.

Til að reyna að koma baráttuálum sínum að bauð Amal Rún sig fram til borgarstjórnar árið 1994 fyr­ir hönd Sjálf­stæðis­flokks­ins. Eftirfarandi bréf birti hún í Morgunblaðinu árið 2002, í tilefni af því að leyfa 9-15 dætrum að verja degi á vinnustað foreldra sinna, og lýsir bréfið vel baráttuanda hennar:

„Þetta stóð drengj­um ekki til boða. Með þessu er verið að mis­muna börn­um eft­ir kyn­ferði. Þá er stutt í að farið verði að mis­muna þeim á ann­an hátt. Mér finnst þetta rangt. Karl­ar eru yf­ir­leitt með hærri laun en kon­ur en við bæt­um ekki fyr­ir það með öðru órétt­læti. Á sín­um tíma hefði það ekki dugað gegn þræla­haldi svartra manna að hneppa hvíta menn í þræl­dóm. Það þarf að ala börn­in upp við jafn­rétti en ekki for­rétt­indi. Ganga þau ekki sam­an í skóla? Búa þau ekki sam­an á heim­ili? Ég þekki það af eig­in raun að búa við kúg­un kvenna. En aldrei dytti mér í hug að úr því yrði bætt með því að inn­leiða kúg­un karla,“ ritaði Amal Rún.

Árið 1994 barðist Alma Rún gegn ofbeldi meðal ungs fólks. Markmið barátturnnar var að vekja ungt fólk til umhugsunar um afleiðingar ofbeldis, þroska með því náungakærleika og samkennd. Þá sagði hún:

„Mótum kærleiksríka kynslóð. Við erum ein stór fjölskylda í þessu og eigum því að leysa þetta vandamál í sameiningu. Börn okkar fæðast saklaus í oft harðan heim ofbeldis, tillitsleysis og fordóma. Það er okkar að vernda þessa litlu einstaklinga, þroska þá og styðja til mennta. Þetta er kynslóðin sem mun taka við og ráða mestu um það hver framtíð bíður okkar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -