Guðmundur Felix Grétarsson, sem sjálfur kallar sig handhafa í dag eftir að á hann voru græddir nýir handleggir á dögunum, er ánægður með bataferlið en leiður yfir fórnarkostnaði þess að liggja lengi á sjúkrabeði.
Á Facebook-síðu sinni, þar sem hann er duglegur að leyfa lesendum að fylgjast með bata sínum, birti hann mynd af fórnarkostnaðnum. Sá kostnaður er mikið hárlos sem hefur dregið úr þokka sínum. Við færsluna skrifar Guðmundur:
„Eins kúl og það er að vera kominn með tvær nýjar hendur eftir 23 ár án þeirra, þá fæst það ekki án fórna. Kostnaður þess að liggja kyrr svo vikum skiptir, og mögulega vegna strerkra lyfja, hef ég misst fullt af hári. Ég vil þokka minn tilbaka,“ segir Guðmundur.
Af nýjum höndum Guðmundar eru góð tíðindi. Hægt og rólega virðast hendurnar vera að ganga í gegnum umskipti og mynda nýja húð.