Uppnám varð í sjónvarpssal í kvöld þegar Gettu betur var í beinni útsendingu. Fjölbrautarskólinn í Ármúla og Tækniskólinn voru að keppa í átta liða úrslitum. Þegar fyrir lá að Tækniskólinn hefði unnið missti keppandi FÁ stjórn á sér og velti um borði sínu. Var útsending stöðvuð í kjölfarið. Hið fallega er að á samfélagsmiðlum, hafa fjölmargir gripið til varna fyrir hinn unga keppanda.
Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson segir: „Vantar fleira ungt fólk með svona ástríðu og keppnisskap.“
Þá segir, Máni Pétursson, annar stjórnandi Harmageddon, segir:
„Ég held með þessum Jóni. Þetta kemur fyrir okkur öll að missa okkur aðeins. Manni líður alltaf djöfullega á eftir. Vona að einhvern knúsi hann þrátt fyrir Covid.“
Þá er fólk beðið um að sýna skilning, stappa stálinu í drenginn, enda kannast langflestir við að hafa misst á einhverjum tímapunkti stjórn á skapi sínu.