„Hefur aldrei komið vel út fyrir mig þegar konan mín kíkir á samfélagsmiðlana eða aðra fjölmiðla. Hún las það víða að allir væru að kaupa gjafir eða blóm handa konum í dag því nú væri konudagurinn.“
Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Níelsson á Facebook. Samkvæmt einföldum útreikningi Brynjars á eiginkonan inni um 35 gjafir. „Nema að þessi dagur ætti eingöngu við aðrar konur en eiginkonur,“ segir Brynjar og og ekki í fyrsta sinn sem hann er í bobba vegna eiginkonunnar. Brynjar bætir við:
„Þú verður seint kallaður Rómeó,“ sagði hún blíðlega þegar hún skellti hurðinni á nefið á mér.
Katrín Linda spurði þá Brynjar: „Er ekki ennþá opið í blómabúðum svo þú getir bjargað þessu.“
Það virðist mú vera orðið of seint, því svar Brynjar var einfalt:
„Fer ekki út í búð með brotið nef.“