Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Ragnhildur segir Álftanesveg dauðagildru: „Ekki gaman að þurfa að segja „það hlaut að koma að því““

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Færsla Ragnhildar Ágústsdóttur um slys á Áltanesveginum hefur vakið mikla athygli en hún segir það hafa verið lengi ljóst að slys mynd eiga sér stað þar. Hún segir ekki gaman að þurfa að segja „það hlaut að koma að því“. Hún hefur komið á stað undirskriftarlista til bæjaryfirvalda í von um að slys sem þetta endurtaki sig ekki.

Ragnhildur segir á Facebook: „Hún var ekki fögur aðkoman á slysstað (sjá pinna á korti) á gatnamótum nýja og gamla Álftanesvegar fyrir nokkrum dögum síðan. Ljóst var að mikið tjón hafði orðið á bílum en ég vona að enginn hafi slasast alvarlega. Það er ekki gaman að þurfa að segja “það hlaut að koma að því” en það er nú samt staðreynd. Þetta er tifandi dauðagildra og ég vona að bæjaryfirvöld sjái að sér og snúi við þeim fáránlegu breytingum sem gerðar voru þegar lokað var fyrir umferð hjá gatnamótum gamla Álftanesvegar og Herjólfsgötu – væntanlega til að minnka umferð framhjá Prýðahverfinu (gult á korti).“

Kortið má sjá hér fyrir neðan en Ragnhildur segir íbúa þurfa að taka stórhættulega vinstri beygju þar sem mikil og hröð umferð fer hjá. „Þegar sú lokun var gerð var horfið frá mun styttri en umfram allt öruggari leið inn í Hleinahverfi (blátt á korti) og Garðahverfi (grænt á korti), sem bæði tilheyra Garðabæ, um stórt og myndarlegt hringtorg á Álftanesvegi (sjá bleik ör á korti). Nú þurfa íbúar og gestir þeirra sem þar búa að taka stórhættulega vinstri beygju á þessum gatnamótum nýja og gamla Álftanesvegar, þar sem er mikil og oft hröð umferð. Ég skil ekki afhverju ekki mátti halda leiðinni fram hjá Prýðahverfinu opinni og frekar grípa til annars konar aðgerða til að hægja á umferð, eins og til dæmis að setja háar hraðahindranir og/eða vegaþrengingar,“ segir Ragnhildur.

Hún segist ávallt vera hrædd þegar hún nálgast þessi gatnamót. „Ég bý sjálf í Garðahverfi og er alltaf með hjartað í buxunum þegar ég nálgast þessi gatnamót nýja og gamla Álftanesvegar, sérstaklega þegar ég er með börnin í bílnum. Það þarf ekki nema einn bílstjóri á eftir mér að líta augnablik frá veginum til að stórkostleg hætta myndist. Það hefur gerst nokkrum sinnum hjá mér að bílar sem á eftir mér koma ná naumlega að sveigja fram hjá mér þegar ég hægi á til að beygja þarna inn, þó svo að ég gefi alltaf stefnuljós mjög tímanlega og byrja snemma að hægja ferðina. Þetta er í alvöru stórhættulegt!,“ segir Ragnhildur og bætir við að lokum:

„Ég ítreka að ég vona að enginn hafi slasast í þessu tiltekna slysi en ef ekki núna þá gæti það gerst næst. Hvað þarf að gerast til að bæjaryfirvöld sjái að sér? Þarf í alvöru einhver að deyja?“

Hér má skrifa undir undirskrifarlista hennar.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -