Forsvarsmenn Auschwitz-Birkenau safnsins hafa krafist þess að netsölurisinn Amazon fjarlægi auglýsingar seljenda sem hafa til sölu jólaskraut með myndum frá útrýmingarbúðunum aldræmdu.
Amazon hefur brugðist við og fjarlægt umræddar vörur af vefsvæðinu en í kjölfarið kom í ljós að fleiri vörur með myndum frá búðunum er að finna til sölu hjá Amazon og fleirum.
„Að selja „jólaskraut“ með myndum frá Auschwitz er óviðeigandi. Auschwitz á flöskuopnara er truflandi og til marks um vanvirðingu,“ sagði í tísti frá safninu.
Selling "Christmas ornaments" with images of Auschwitz does not seem appropriate. Auschwitz on a bottle opener is rather disturbing and disrespectful. We ask @amazon to remove the items of those suppliers. https://t.co/0uG2JG558e pic.twitter.com/ucZoTWPk1W
— Auschwitz Memorial (@AuschwitzMuseum) December 1, 2019
Sadly, it is not over yet @amazon. The "Massacre Auschwitcz (!) Birkenau Jewish Death" mousepad is another disturbing online product. We are not sure if @yadvashem would like the "Christmas ornament" with a freight car used for deporting Jews for extermination either. https://t.co/qDEEzqzwSU pic.twitter.com/wXExhFZPmV
— Auschwitz Memorial (@AuschwitzMuseum) December 1, 2019
"Christmas ornaments" with images from Auschwitz are also available on @WishShopping. We hope that their reaction will be similar to #Amazon and such project will be quickly removed too. https://t.co/a8dynuU6ji pic.twitter.com/mcWCbA5B4g
— Auschwitz Memorial (@AuschwitzMuseum) December 2, 2019
Auschwitz-Birkenau útrýmingarbúðirnar voru settar á laggirnar eftir að Þjóðverjar hernámu Pólland í seinni heimstyrjöldinni. Talið er að um milljón gyðinga hafi verið myrtar í búðunum á árunum 1940 til 1945.