Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Sex látnir og óttast um átta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Að minnsta kosti sex eru látnir og óttast er að átta aðrir hafi farist, eftir að eldgos hófst á Whakaari á Nýja Sjálandi. Að sögn lögreglu voru 47 ferðamenn á eyjunni þegar gosið hófst; 24 Ástralir, níu Bandaríkjamenn, fimm Nýsjálendingar, fjórir Þjóðverjar, tveir Kínverjar, tveir Bretar og einn frá Malasíu.

Upplýsingar virðast þó eitthvað vera á reiki því samkvæmt erlendum miðlum eru tvær breskar konur meðal slasaðra, á meðan enn er leitað að bresku pari; konu og manni.

Að sögn Jean Rakos, móður Karl Rakos frá Darlington í Durham, hefur ekkert heyrst frá parinu frá því að þau sendu skilaboð á sunnudag til að láta vita að þau væru komin til Nýja Sjálands. Um var að ræða fimmtugsafmælisferð Deboruh Rakos.

Forsætisráðherrann Jacinda Ardern ræðir við viðbragðsaðila. Mynd/epa

Samkvæmt Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, virðist ekkert líf vera á eyjunni.

Vitni hafa lýst hryllilegum brunasárum þeirra sem ekki tókst að komast í skjól. 31 var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar eftir að gosið hófst en 27 eru sagðir hafa verið brenndir á yfir 30% líkamans.

Um 10 þúsund manns heimsækja Whakaari ár hvert. Viðbragðsaðilar fylgjast með eyjunni úr þyrlum og bátum en vegna sterkra vinda hefur ekki verið hægt að senda dróna til að kanna aðstæður nánar.

- Auglýsing -

Whakaari er í einkaeigu og hafa margir gagnrýnt að ferðamönnum sé hleypt þangað vegna eldvirkninnar í fjallinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -