Virginia Giuffre, sem áður hét Virginia Roberts, konan sem segist hafa verið neydd til að stunda kynlíf með Andrési Bretaprins, segir vont fólk vilja þagga niður í henni. Hún virðist óttast um líf sitt.
Sjá einnig: „Bara annað okkar er að segja satt“
Giuffre tjáði sig í færslu á Twitter fyrr í dag. Hún biðlar til fólks að gleyma ekki máli hennar ef ske kynni að eitthvað kæmi fyrir hana.
I am making it publicy known that in no way, shape or form am I sucidal. I have made this known to my therapist and GP- If something happens to me- in the sake of my family do not let this go away and help me to protect them. Too many evil people want to see me quiteted 🦋 https://t.co/8463mPR6YU
— Virginia Giuffre (@VRSVirginia) December 11, 2019
Samsæriskenningar um dauða Jeffrey Epstein
Giuffre veitti nýlega Panorama viðtal þar sem hún tjáði sig um hvernig Ghislaine Maxwell, náin vinur Jeffrey Epstein, hafi gert henni að stunda kynlíf með Andrew Bretaprins.
Epstein tók eigið líf í fangelsi í Bandaríkjunum í ágúst en síðan þá hafa vaknað upp grunsemdir um hvort að Epstein hafi mögulega verið myrtur. Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar hefur til dæmis sagt að andlát Epstein sé „allt of hentugt“ fyrir þá sem eru flæktir í mál Epstein.
Þá fékk Donald Trumo Bandaríkjaforseti mikla gagnrýni í ágúst fyrir að endurtísta samsæriskenningu um að Clinton-hjónin ættu á einhvern hátt þátt í dauða Epstein.
Sjá einnig: Segir Andrew eiga að bera vitni