Rektorar framhaldsskóla hafa stórar áhyggjur af félagslegum áhrifum Covid-19 á nemendur. Nú er orðið ljóst að þeir sjá ekki fram á að útskriftarferðir verði farnar í vor og menntaskólaböll fara ekki fram á næstunni.
,, Maður veit ekki langtímaáhrifin, þau verða eflaust ekki góð, sérstaklega fyrir þá sem eru veikir fyrir félagslega. Það er ómögulegt að segja hvað framtíðin felur í sér. Í menntaskóla eru krakkarnir á miklum mótunarárum og myndast oft vináttubönd til áratuga en ástandið hefur gert slíka félagmyndum erfiðari” segir Már Vilhjálmsson, rektor MS. ,, Annað: „Þetta eru krakkar sem oft á tíðum eru afar góðir námsmenn en geta verið félagslega lokaðir og þurfa því félagslegan stuðning“ Við þurfum einfaldlega að vera tilbúin þegar þar að kemur. Við erum með teymi fagfólks sem vinnur með foreldafélaginu og næst á dagskrá er að ráða inn sálfræðing en ráðherra hefur lagt áherslu undanfarið á sálfræðiþjónustu við framhaldsskóla en fyrirkomulag þeirrar þjónustu er enn frekar óskýrt“
Teymið fylgist vel með krökkunum og grípur inn í sjáum við stefna í vanda. En það sem krakkarnir hafa hlakkað til, þ.e. útskriftarferðin, þá er ég ekki að sjá það gerast. Því miður en góðu fréttirnar eru að ráðherra hefur lagt til fjölgun sálfræðinga í framhaldsskólum.”
Dansleikir ekki í myndinni
Elísabet Siemsen, rektor MR hefur svipaða sögu að segja. ,,Við getum lítið sem ekkert sagt um framtíðina. Margir krakkar eru vissulega í áhættu en við höfum elft stoðþjónustuna, erum með hjúkrunarfræðing, námsráðgjafa og félagsmálafulltrúa en það þarf mikla þolinmæði og taka á málinu skref fyrir skref.” Elísabet segir skólann hafa ákveðið að hefja eðlilega kennslu á vorönn og gera það sem það sem þau geta og mega. Ekki breytist mikið með reglugerðinni en stærsta breytingin er að við getum haldið smærri viðburði eins og opnun á Cösukjallaranum þar sem Kakólandið er og söngur á sal hefst aftur. Stærri viðburðir, eins og dansleikir eru eitthvað sem við sjáum ekki fara að gerast á næstunni.”
Báðir rektorarnir eru sammála að fjarkennslan hafi gengið ótrúlega vel miðað við flækjustig og brottfall, sem margir höfðu spáð hafi vart verið sjáanlegt, þótt ákveðin þreyta sé farin að segja til sín. Rektorarnir eru einnig sammála að nemendafélögin hafi staðið sig vel en framtíð þessarar kynslóðar sé enn að stærstum hluta óljós.