Rétt rúmt ár er síðan sá ófögnuður Kórónaveiran nam land á Íslandi og allt fór í baklás. Fyrsta greinda tilvikið er rakið til rúmlega fertugs karlmanns sem kom úr skíðaferð til Ítalíu. Þá varð um leið til svokallað þríeyki. Þau Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafa síðan verið gestir á sjónvarpsskjám landsmanna. Annar sem hlaut frægð af veirunni var Björn Ingi Hrafnsson á Viljanum sem gengið hafði í gegnum gríðarlega erfiðleika en reis upp úr öskustó sinni, alfiðraður eins og fuglunn Fönix og mætti á hvern einasta fund með spurningar sem sumar hverjar báru vott um skarpskyggni. Nú standa vonir til þess að veiran og allt hennar ágæta frægðarfólk hverfi af sjónarsviðinu og þjóðin taki upp eðlilegri lífshætti og skemmtilegra sjónvarpsgláp …