Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Guðni forseti skelfur á Bessastöðum: ,,Ég sendi íbúum hlýjar kveðjur”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

,,Enn skelfur jörð á Reykjanesskaga. Héðan frá Bessastöðum sést Keilir vel og í nótt fundum við svo sannarlega fyrir enn einum skjálftanum sem átti upptök sín í grennd við það tignarlega fjall.” Svo segir í Facebook færslu frá Guðna Th. Jóhannessyni forseta um leið og hann óskar landsmönnun velfarnaðar í upphafi nýrrar vinnuviku.

,,Enn harðari hefur hann þó verið í Grindavík og annars staðar á Suðurnesjum” bætir Guðni við og sendir íbúum þar hlýjar kveðjur. Þá bendir hann á viðbragðsáætlun Almannavarna og hvetur almenning til að kynna sér hana. ,,Áfram þurfum við að hafa varann á þótt þessi hrina sé vonandi í rénun og bætir við slóð um upplýsingar um varnir og viðbrögð við jarðskjálftum.“

Samkvæmt frumniðurstöðum Veðurstofu Íslands hafa 1748 skjálftar mælst á síðustu tveimur sólarhringum. Á vef Náttúruhamfarir er bent á að skjálftarni geti átt sér stað með stuttum fyrirvara og í sumum tilfellum án nokkurrar viðvörunar en náttúruhamfarir sem verða af völdum veðurs sé yfirleitt hægt að spá fyrir um með nokkurra daga fyrirvara. Til að hægt sé að bregðast sem best við þurfa allir að undirbúa viðbrögð sín og er fólk hvatt til að afla sér sem mestra upplýsinga. Upplýsingar má meðal annars vinna á vefjum Almannavarna, Náttuhamfara og Veðurstofu Íslands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -