Það bólar enn ekkert á gosi en vísindamenn eru sammála um að miklar líkur séu á gósi næstu klukkutímana. Enn er mikil skjáftavirkni á Reykjanesskaganum og mældust um 800 skjálftar nú í nótt.
Enginn má lengur nálgast svæðið þar sem líklegt er talið að gjósi á næstunni. Óánægju gætir meðal fjölmiðlamanna sem fyrirskipað var að halda sig vegamótin við Reykjanesbraut og veginn að Keili. Tíðindamenn Mannlífs voru meðal þeirra sem komust langleiðina að Keili áður en að lögreglan greip til sinna ráða og fyrirskipaði rýmingu svæðisins.
Gosóróinn sem mældist í gær er við Litla-Hrút sem er um 3,5 kílómetra frá Keili. Gossprungan sem um ræðir liggur sunnan við Keili og að Trölladyngju. Enginn veit fyrir víst hvort eða hvar muni gjósa á umræddu svæði. Jarðvísindamenn sem Mannlíf ræddi við á svæðinu voru sammála um að gosið yrði ekki stórt. Þó gæti það byrjað með vænum stróki en síðan yrði rólegt yfir öllu. Enginn hætta mun steðja að fólki vegna goss, ef til kemur og allt mun gerast hægt.