Hafnarfjarðarbær biðlar til íbúa bæjarins þar sem brýnt er fyrir þeim að halda ró sinni í aðdraganda jarðhræringa síðustu daga og vísbendinga um eldgos.
Í tilkynningu frá bænum til íbúa segir að virkjuð hafi verið neyðarstjórn á vegum bæjarfélagsins og að hún vinnu í nánu samstarfi við Almannavarnardeild Ríkisins. Búið sé að teikna upp allar mögulegar sviðsmyndir sem gætu litið dagsins ljós á næstu klukkustundum, dögum og vikum.
,,Við erum í góðum og öruggum höndum,“ segir í tilkynningunni. ,,Eins og staðan er núna er afar ólíklegt að grípa þurfi til virkjunar á viðbragðsáætlunum en þær eru til staðar ef til þess kemur.“
Til þess má geta að Hafnarfjörður er það sveitarfélag sem er hvað nálægast jarðskjálftasvæðinu sem tilheyrir Höfuðborgarsvæðinu. Því er ekki úr vegi að íbúar þar hafi allan varann á, ef og þegar af eldgosi verður.
Hafnarfjarðarbæ er annt um íbúa sína á þessum óútreiknanlegu tímum. ,,Haldið ró ykkar og reynið að finna leiðir til að láta ykkur líða vel þrátt fyrir aðstæður.“