Páll Magnússon, óbreyttur þingmaður Sjálfstæðisflokksins, viðurkenndi að hann væri ekki viss um að halda oddvitasætinu í Suðurkjördæmi. Þingmaðurinn mætti í Mannamál, viðtalsþátt Sigmundar Ernis Rúnarssonar á Hringbraut. Sigmundur spurði hann spjörunum úr af alkunnri snilld. Páll bar með sér þann ótta að hann yrði felldur í slagnum við Guðrúnu Hafsteinsdóttur, eiganda Kjöríss, Vilhjálm Árnason þingmann og fleiri öfluga einstaklinga. Páll situr uppi með að hafa dansað við uppreisnaröflin í Vestmannaeyjum sem klufu flokkinn og felldu meirihlutann.
Þá fór hann yfir þann harm sinn að hafa verið sniðgenginn af Bjarna Benediktssyni formanni við val á ráðherrum flokksins. Lýsti hann undrun sinni á því þar sem hann kæmu á þing úr einu sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins. Lesa mátti úr viðtalinu að þar var að tala maður sem ekki gat leynt harmi sínum og er á útleið af þingi …