Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Jóhannes sannfærður að eitrað hafi verið fyrir sér: „Ég er með einkenni um allan líkamann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég er með einkenni um allan líkamann. Þetta lýsir sér með skjálfta og sjóntruflunum. Úthald mitt er ekki nema brot af því sem það áður var þegar ég gat hlaupið 5- 10 kílómetra án þess að finna fyrir því,“ segir Jóhannes Stefánsson, uppljóstarinn í Samherjamálinu, um veikindi sem staðið hafa í fjögur ár og eru rakin til þess að eitrað hafi verið fyrir honum. Einkenni eru meðal annars höfuðverkur, verkir fyrir brjósti og úthaldsleysi.

Jóhannes segist ekki vera í vafa um að eitrað hafi verið fyrir sér þegar hann starfaði í Namibíu. Hanns egir að í sunnanverðri Afríku tíðkist það í uppgjörum að misyndisfólk eitri fyrir þeim sem ekki eru í náðinni. Einkenni sem hann glími við passi við veikindi hans.  Jóhannes hefur undanfarið verið að leita sér lækninga erlendis. Vonir standa til þess að sjúkrahús í Evrópu geti unnið á afleiðingum eitrunarinnar. GoFundMe síða hefur verið sett upp tilk styrktar fyrir Jóhannes til að fjármagna læknismeðferð sem hann þarf á að halda. Jóhannes segist ekki vera í vafa um að eitrað hafi verið fyrir honum og lækna hér á Íslandi gruni það sama en  heilbrigðiskerfið búi ekki yfir þeim búnaði sem þurfi.

„Ég hef fundið rétta spítalann til að vinna gegn veikindum mínum. Aðgerðin er dýr og kostar allt að 75 þúsund evrum,“ segir Jóhannes við Mannlíf.

Samtök uppljóstrara standa að söfnuninni sem finna má hér. Yfir 3500 evrur hafa þegar safnast eða rúmlega 700 þúsund krónur.

Jóhannes varð þjóðþekktur eftir að hann ljóstraði upp um meintar mútur og skattsvik félaga Samherja í Namibíu og Angóla. Rannsókn vegna þeirra mála hefur staðið víða, meðal annars á Íslandi. Talsmenn Samherja neita því að brot hafi átt sér stað nema þá á ábyrgð Jóhannesar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -