Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-3.9 C
Reykjavik

Láttu ekki blekkja þig, þekktu þinn rétt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mjög mikilvægt er að þekkja sinn rétt á sem flestum sviðum. Sú góða vísa er aldrei of oft kveðin. Neytendur sem versla á netinu hafa rýmri rétt, en þeir sem versla í versluninni sjálfri. Þetta er atriði sem er ekki sjálfgefið að allir viti. Það passar engin upp á okkar réttindi nema við sjálf.

Verslir þú á netinu hefur þú rétt á fullri endurgreiðslu

Þegar neytandi kaupir varning á netinu er honum tryggður aukinn réttur þegar kemur að vöru skilum. Ástæðan er sú að verið er að kaupa varning sem neytandinn getur ekki skoðað, prófað eða mátað sjálfur. Þegar verslað er á netinu hefur neytandinn yfirleitt rétt á að fá vöruna að fullu endurgreidda. Samkvæmt lögum hefur neytandi sem verslar á netinu 14 daga til þess að hætta við kaupin. Brýnt er að haft sé samband við söluaðila áður en þessir 14 dagar eru liðnir, best að gera það með tölvupósti svo allt sé á kristaltæru. Hér er ekki hægt að neyða neytandann til þess að fá innleggsnótu eða annan varning í staðinn. Þegar senda þarf vöru til baka innanlands greiðir neytandinn sendingarkostnaðinn að öllu jöfnu. Ef hins vegar vöru er skilað erlendis hefur líklega verið greiddur virðisaukaskattur, sem ætti að fást endurgreiddur svo framarlega að sýnt sé fram á það að varan hafi verið send til baka.

Gildistími gjafabréfa á að vera fjögur ár

Hér verður ekki farið yfir allar reglur og öll lög en gjafabréf er nokkuð sem hefur oft á tíðum valdið vandamálum, nái neytandinn ekki að nota það áður en það rennur út. Til eru leiðbeinandi reglur um skilarétt en hann er fjögur ár, það er yfirleitt ekki farið eftir þeim. Vinsælt er að láta gjafarbréf gilda í eitt ár hér á landi. Lendi fólk í því að vera neitað um að nýta gjafarbréf sitt, sé það útrunnið, vilja Neytendasamtökin endilega vita af því, svo ekki hika við að tilkynna. Best er auðvitað að hægt sé að nýta sér gjafabréf sem fyrst því það eru mörg dæmi um það að fyrirtæki séu hætt þegar nota á það. Gott er að hafa það hugfast og einnig að í þeim aðstæðum tapast inneignin sem gjafabréfið fól í sér.

Hægt er að lesa sig til um varðandi allar skilareglur á síðu Neytendasamtakana.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -