Föstudagur 27. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Agnir og brot finnast í bensíntönkum Boeing 737 Max véla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forsvarsmenn Boeing standa enn og aftur frammi fyrir vandamáli en brot og agnir hafa fundist í bensíntönkum nokkurra Boeing 737 Max véla. Þetta kom í ljós við skoðun þar sem vélarnar eru í geymslu eftir að hafa verið kyrrsettar.

Yfirmenn Boeing hafa tilkynnt starfsfólki um þessa niðurstöðu og segja málið „óásættanlegt”.

Óvíst er hvaða áhrif þessi fundur mun hafa á fyrirtækið en talsmaður Boeing segir að þetta muni ekki valda auknum töfum á því að vélarnar komist í umferð. Þessu er sagt frá á BBC. Þar segir að bandarísk flugmálayfirvöld fylgist nú náið með gangi mála eftir þessar nýju vendingar í málinu.

Áður hafi verið greint frá því að flugmálayfirvöld myndu mögulega hleypa Boeing 737 Max-þotunum sem hafa verið kyrrsettar í loftið í byrjun þessa árs.

Undanfarið hefur verið unnið að því að gera breytingar á MCAS-stýribúnaðinum eftir að vélarnar voru kyrrsettar af flugmálayfirvöldum víðs vegar um heim í mars í fyrra vegna tveggja mannskæðra flugslys í Indónesíu og Eþíópíu sem urði 346 manns að bana.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -