Sú ákvörðun Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, að bylta Haraldi Benediktssyni alþingismanni úr oddvitasæti sjálfstæðismanna í Noðrvesturkjördæmi hefur hleypt illu blóði í suma innan flokksins. Halldór Jónsson, formaður kjördæmisráðs, sagði af sér og lýsti því yfir að Haraldur væri að hans mati „óumdeildur leiðtogi“. Samkvæmt þessu er formanninum ljóst að meirihluti er fyrir því að setja Kolbrúnu á oddinn í komandi kosningum, hvort sem er með uppstillingu eða í prófkjöri. Afsögnin snýst því um yfirgang varaformannsins. Ekki er ljóst hvort Haraldur munu sætta sig við annað sætið. En Teitur Björn Einarsson varaþingmaður mun hreppa annað sætið ef Haraldur fer í fússi og hættir í pólitík. Vandinn er hinsvegar sá að illindin geta orðið til þess að hinir forsmáðu stuðningsmenn Haraldar hrökklist í opinn faðm Viðreisnar sem tekur fagnandi við flóttamönnum úr móðurflokknum …