Heilbrigðisyfirvöld á vinsæla ferðamannastaðnum Tenerife á Spáni hafa staðfest eitt tilfelli Covid19 veirusmits þar. Smitaði einstaklingurinn er ítalskur læknir frá Norður-Ítalíu. Hann hafði dvalið á Tenerife í um viku. Hann leitaði læknishjálpar eftir að hafa fundið fyrir einkennum veitusmits.
Um þúsund manns eru sagðir í sóttkví á hóteli sem íslenskar ferðaskrifstofur eru í viðskiptum við. Fjöldi Íslendinga eru staddir á Tenerife núna. Vísir segir frá þessu og vísar í frétt staðarblaðs á Tenerife sem greinir frá því að maðurinn hafi gist á H10 Costa Adeje Palace sem hefur verið sett í sóttkví vegna smitsins.