Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Amazon bannar sölu á vörum sem sagðar eru lækna COVID-19

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þeir sem slá inn leitarorðið kórónaveira á vefsíðu Amazon hafa undanfarið fengið upp óteljandi vöruflokka sem sagðir eru fyrirbyggja eða lækna sýkingar af völdum kórónaveirunnar COVID-19. Nú hefur þessi stærsta vefverslun í heimi reynt að stemma stigu við því að óprúttnir söluaðilar nýti sér ótta og vanþekkingu fólks í gróðaskyni með því að banna sölu á þessum vörum undir því yfirskyni að þær gagnist í baráttunni við veiruna.

Það kennir ýmissa grasa í listanum sem kemur upp þegar leitarorðið kórónaveira er slegið inn á Amazon, allt frá andlitsgrímum og vítamínum til kennslubóka. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu fréttamanni Reuter á dögunum að það hefði tekið tugi þúsunda slíkra gylliboða úr sölu og samkvæmt nýjustu fréttum BBC eru þær vörur og tilboð sem bönnuð hafa verið nú komin yfir milljón.

Óprúttnir söluaðilar hafa einnig reynt að hagnast á ótta fólks við veiruna með því að hækka verð á þeim vörum sem um ræðir upp úr öllu valdi. Pakki með fimmtíu andlitsgrímum sem kostaði tíu pund í janúar kostar nú tæp tvöhundruð pund og hækkun á öðrum vörum í þessum flokki er svipuð. Haft er eftir forsvarskonu Amazon á vef BBC að fyrirtækið taki hart á slíkum verðhækkunum og grípi til að gerða gegn viðkomandi söluaðilum. „Það er ekkert pláss fyrir okur á Amazon,“ hefur BBC eftir forsvarskonunni.

Amazon hefur ekki birt lista yfir þær vörur sem teknar hafa verið úr sölu og enn kemur upp ótölulegur fjöldi alls kyns vara ef leitarorðið „coronavirus“ er slegið inn hjá vefversluninni. Ástæða er til að hvetja fólk til að hugsa sig um tvisvar, jafnvel þrisvar, áður en það festir kaup á slíkum gylliboðum eða trúir falsfréttum um lækningakúra við veirusýkingunni.

 

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -