- Auglýsing -
Snemma í morgun greindi Veðurstofa Íslands óróapúls við Fagradalsfjall. Samkvæmt tilkynnigu frá veðurstofunni jókst viknin klukkan 05:20 í nótt. Virknin er mjög staðbundin syðst í ganginum og er líklega til marks um stækkun gangsins.
Um 700 jarðskjálftar mældust í nótt á Reykjanesskaga. Enginn þeir telst mjög stór en þeir koma frekar þétt. Það þýðir að skjálftarnir hegða sé eins og órói og því enn taldar líkur á að eldgos geti hafist á þessu svæði.