Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Meyjarhaft kannað á 12 ára íslenskum stúlkum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og fram kom á blaðamannafundi í gær hafa 9 konur, með stuðningi 13 kvenna- og jafnréttissamtaka, stefnt íslenska ríkinu vegna vondra vinnubragða og aðgerðarleysis í kynferðisbrotamálum. Þær telja stórlega brotið á konum í innan réttarkerfisins enda sýna tölur að aðeins 17% tilkynntra nauðgana fara fyrir dóm og aðeins 13% enda með sakfellingu.

En hvernig hefur staða kvenna verið hér á landi þegar um kynferðismál og kynfrelsi er að ræða? Hefur margt breyst í viðmóti yfirvalda síðastliðna áratugi?

Fjöldi ástæðna

Fyrir ríflega 80 árum var gengið óvenju langt hvað varðaði kynlíf og og kynfrelsi kvenna og þurftu margar konur að bera þunga bagga skammar allt til æviloka. Um var að ræða svokallaðar ástandsstúlkur, konur sem voru í sambandið við  breska og bandaríska hermenn sem hernámu Ísland á tímabilinu 1940-1945 en nafnið festist einnig á mörgum konum og stúlkum sem voru í engum slíkum samböndum. Sérstaklega höfðuðu Bandaríkjamenn til íslenskra kvenna en bandaríska setuliðið leysti það breska af 1941.

Ástæðurnar fyrir þeim samböndum sem voru til staðar voru margskonar. Stundum voru pörin ástfangin, útlendingarnir voru spennandi og kurteisari viði konur en landsmenn, aðrar þeirra höfðu þurft að þola misnotkun og vanrækslu og leituðu ákveðinnar verndar hjá hermönnunum. Enn aðrar voru sárafátækar og seldu sig hermönnum til að eiga fyrir sig og sínum.

Skækjur og dræsur

- Auglýsing -

Margar grimmilegar sögur eru til af lögreglukonunni Jóhönnu Knudsen sem gekk svo langt að senda telpur nauðugar í læknisskoðun til að athuga meyjarhaft þeirra, stúlkur sem margar hverjar voru undir lögaldri og allt niður í 12 ára.

Það var almenn vitneksja að það Jóhanna Knudsen, lögreglukona, sem gekk fram harðast fram í þessum ofbeldisaðgerðum með fullum stuðningi stjórnvalda.

Jóhanna Knudsen

Það var njósnað um stúlkurnar, þær beittar ofbeldi af sjálfskipuðum eftirlitsaðilum og uppnefndar skækjur, hórur,  gálur, dræsur og annað slíkt, jafnvel þótt að þeirra eini glæpur hafi verið að eiga orð við hermann, jafnvel segja honum hvað klukkan væri! Margir töldu það vera föðurlandssvik að eiga í einhvers konar samskiptum við erlendan hermann þegar um nægilegt framboð fullkomlega ágætra íslenskra karlmanna væri að ræða!

- Auglýsing -

Bandaríska setuliðið var einnig sérstaklega duglegt að efna til skemmtana og dansleikja sem eðlilega höfðuðu mjög til stúlkna og kvenna sem höfðu ekki úr miklu að moða í þeim efnum.

Lokaðar inni í kjallara

Smám saman jókst múgæsingurinn, stjórnvöld tóku þátt af fullum þunga og jafnvel var sjálfræðisaldur hækkaður tímabundið auk alls kyns annarra boða og banna sem áttu það allt sameiginlegt að sjá til þess að halda íslenskum stúlkum fá hermönnunum.

Á Kleppjárnsreykjum og fleiri stöðum á landsbyggðinni voru stofnað vinnuhæli þar sem grunaðar „ástandsstúlkur” voru vistaðar sumar fyrir minnstu vyfirsjónir”. Þar var þeim haldið nauðugum, jafnvel fyrir minnstu yfirsjónir í einangruðu kjallaraherbergi með byrgða glugga. Póstur þeirra var ritskoðaður og svo má lengi telja.

Málið látið hverfa

Við lok stríðsins hurfu hermennirnir heim á leið, sumir með íslenskar brúðir upp á ermina. Aðrir skildu dömuna eftir en með farþega í maganum.

Smátt og smátt minnkaði umræðan um „ástandsdruslurnar” og hvarf að mestu leiti með tímanum. En eftir stóðu konur sem höfðu verið niðurlægðar og sátu margar þeirra uppi með þessa niðurlægingu fram í andlátið. Stjórnvöld vildu sem minnst um málið ræða og var það látið hverfa úr umræðunni. Það var ekki fyrr en mörgum áratugum síðar að dugmiklar konur tóku aftur upp ástandsumræðuna að krafti og einnig reiði fyrir þeirri kramkomu sem konum hafði verði sýnd.

Í dag búum við sem betur fer í réttlátara samfélagi en enn er langt í land eins og kemur fram í kæru kvennanna 9 og margra þeirra hryllingssagna sem þær hafa af segja af framkomu í sinn garð af yfirvöldum.

Besta leiðin fram á við er jú að líta til fyrri mistaka.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -