Ítölsk stjórnvöld hafa sett samkomubann á alls staðar á Ítalíu vegna útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur COVID-19. Giuseppe Conte forsætisráðherra Ítalíu greindi frá þessu.
Bannið gildir frá og með þriðjudeginum. Þessu er sagt frá BBC. Conte segir þetta nauðsynlegar aðgerðir til að draga úr útbreiðslu og vernda viðkæma hópa.
Ástandið vegna COVID-19 er verst á Ítalíu. Þar í landi eru rúmlega sjö þúsund smitaðir og og um sextán milljónir eru í sóttkví. 463 hafa dáið vegna veirunnar þar í landi.
Ítalía er skilgreind sem hættusvæði af almannavörnum vegna mikillar smithættu.