Útlendingar sem búsettir eru hérlendis ræða nú sín á milii þau misvísandi svör sem fást í íslensku heilbrigðiskerfi um sama hlutinn. Þeir ganga sumir svo langt að segja að það sé enginn í kerfinu sem viti nokkurn skapaðan hlut.
Umræðan fjöruga fer fram í hópi útlendinga sem hér búa á Facebook. Nöfnin eru hér íslenskuð en það er Marta sem stofnar til umræðunnar:
„Hvernig er það hægt að fá þrjú mismunandi svör við sama hlutnum í þessu landi? Getið þið veitt mér hjálp því ég hef ekki hugmynd hverju skal trúa. Þetta varðar PCR-próf fyrir ferðalög. Heilsugæslan segir mér að ég geti aðeins pantað prófið sama dag og ég færi í það, niðurstöður verði sendar í tölvupósti og rukkun í heimabanka. Netspjall Heilsuveru segir mér hins vegar að ég geti pantað prófið með fyrirvara og ég geti síðan hlaðið niðurstöðunum niður á netinu eftir sólarhring. Símtal við Heilsuveru gaf mér hins vegar þær upplýsingar að bara megi panta prófið samdægurs og síðan geti ég aðeins sótt undirritaðar niðurstöður á heilsustofnun,“ segir Marta.
Ásta kannast vel við vandamálið. „Ég veit vel hvað þú ert að tala um. Ég er búinn að lenda í sömu vandamálum hjá Vinnumálastofnun. Þeir eru allra verstir,“ segir Ásta.
Marteinn furðar sig á þessum ólíku svörum. „Þú ættir að senda útgáfurnar þrjár á viðeigandi stofnair til að láta vita af því hversu heimskulegt þetta er. Ég lendi í sama með Vinnumálastofnun: Sama spurning, nokkur mismunandi svör,“ segir Marteinn.
Andrés segir ljóst að hið íslenska heilbrigðiskerfi sé ekki á tánum.„Sannleikurinn er sá að hér veit enginn neitt. Þannig að þeir skálda bara upp svörin í staðinn fyrir að viðurkenna að þeir viti þau ekki. Þetta er alveg óþolandi og því lengur sem þú býrð hér því oftar kemur þetta fyrir þig,“ segir Andrés.