Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Google biður alla starfsmenn sína í Norður-Ameríku að vinna heima

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alphabet, móðurfyrirtæki Google hefur mælst til þess að allir starfsmenn fyrirtækisins vinni heima til 10. apríl vegna kórónaveirunnar Covid-19, samkvæmt tölvupósti til starfsmanna sem CNN hefur fengið aðgang að. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 120.000 en ekki liggur fyrir hversu margir þeirra eru innan Norður-Ameríku.

„Vegna fjölmargra viðvarana og til að vernda Alphabet og samfélagið í heild, mælum við nú með að þið vinnið heima, ef starf ykkar leyfir,“ segir í tölvupóstinum sem sendur var út í gær og undirritaður er af Chris Rackow, varaforstjóra öryggissviðs Google á heimsvísu.

Mörg stórfyrirtæki í Norður-Ameríku hafa á undanförnum dögum mælst til þess að starfsmenn þeirra í ákveðnum borgum vinni heima, en Google er meðal þeirra fyrstu til að beina þeim tilmælum til allra starfsmanna sinna í álfunni.

Í síðustu viku beindu Amazon, Microsoft, Google og Facebook því til starfsmanna sinna í Seattle að vinna heima eftir að útbreiðsla veirunnar jókst í Washington ríki.

Síðan þá hefur veiran breiðst hratt út um Bandaríkin og nú eru staðfest 900 tilfelli af sýktum einstaklingum og að minnsta kosti 30 hafa látist af völdum Covid-19 innan Bandaríkjanna.

Margir bandarískir skólar og háskólar hafa tekið upp kennslu í gegnum netið og Harvard hefur beðið nemendur sína að yfirgefa stúdentagarðana innan fárra daga. Fjölmörgum stórum viðburðum hefur verið aflýst, þar á meðal kosningafundum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins Joe Biden og Bernie Sanders.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -